Í dag heyrum við í Kristni Snjólfssyni, 28 ára Blöndósingi.
Kristinn á sögu sem er áhrifarík.
Hann gerði sér snemma grein fyrir því að hann væri í mikilli áhættu á því að verða alkóhólisti. Hann var ekki nema rétt yfir tvítugt þegar hann ákvað að leita hjálpar.
Hann fer yfir það með okkur hvernig einelti í skóla, ógreint ADHD og alkóhólismi inn á heimilinu mótuðu hann.
Kristinn fer hér yfir sína sögu af því hvernig hann fer allur í prógramið til þess að halda í hugarró.
Kristinn er einn af oss 🙏
Guð gefi mér æðruleysi,
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli 🙏