Föstudagskaffið er nýr þáttur hjá Pyngjunni þar sem Arnar og Ingvi renna á léttu nótunum yfir nokkrar vel valdar fréttir úr viðskiptalífinu síðastliðna viku en auk þess mun föstum liðum bregða fyrir reglulega. Þættirnir koma inn á föstudagsmorgnum og eru ætlaðir Pyngjuaðdáendum til yndisauka yfir föstudagsbollanum fyrir vinnu, á leið í vinnu, við vinnu, í kaffitímanum eða bara við hvaða aðstæður sem ykkur dettur í hug.
Í þessum fyrsta þætti af Föstudagskaffinu er farið um víðan völl. Milljarðamæringur sem býr með tíu vinum sínum og keyrir um á Corollu, Kampavínsslettur upp um alla veggi hjá SKEL fjárfestingarfélagi og "Papa" Elon talar fyrir málfrelsi við kaup sín á 9,2% hlut í Twitter. Ingvi fer svo að lokum yfir Topp 3 lista um hvað skal gera í nýrri vinnu (Ekki ráðgjöf). Góða helgi!