Þáttur dagsins er ekki af verri endanum þó við segjum sjálfir frá en í honum kryfjum við yfirgengilega upprisu Core heildsölu sem er hvað þekktust fyrir drykkjarvörumerkið NOCCO sem kom yfir landann líkt og flóðbylgja árið 2015 og virðist ekki vera á neinni útleið. Heimildir Pyngjunnar herma að Core sé búið að tryggja samninga við risastóran birgja sem hingað til hefur verið hjá einni stærstu heildsölu landsins, Innnes en nánari uppljóstrun má hlusta á í þætti dagsins. Nexus eru án efa þekktasta spilabúð landsins og hefur verið þarfasti þjónn nörda þessa lands í 30 ár en þau hafa sprengt ofan af sér þakið hvar sem þau setjast að enda vaxið gríðarlega á síðustu árum. Spurningin er þó hvort Gísli eigandi sé að hafa eitthvað upp úr krafsinu? Þetta og meira til í þætti dagsins!
Core - 4:10
Nexus - 46:48