Í þætti dagsins tökum við fyrir tvö skemmtileg fyrirtæki að vanda. Eldum rétt hafa verið í gríðarlegum vaxtafasa undanfarið en þó var það ekkert hægðarverk fyrir eigendur að koma fyrirtækinu á réttan kjöl. Te og Kaffi hafa átt erfið rekstrarár undanfarið en árið 2020 var þeim gjöfult í ljósi óvenju lágs launakostnaðar. Farið eru um víðan völl og m.a. nýjar kennitölur kynntar til leiks. Heyrst hefur að Prófnefnd viðurkenndra bókara sé í áfalli eftir að þriðja skammtímagreiðsluhæfiskennitalan var kynnt til leiks. Nokkuð þétt hjá Eldum rétt og enginn í straffi hjá Te og kaffi!
Eldum rétt - 6:08
Te og kaffi - 30:27