Listen

Description

Sendu okkur skilaboð!

Í þætti dagsins eru tekin fyrir tvö ólík fyrirtæki sem þó haldast hönd í hönd í virðiskeðju íslensks skemmtanalífs. Framboðsskortur Hreyfils virðist vera að gera landann gráhærðan um þessar mundir en lifir þó nokkuð góðu lífi með pungdjúpar pyngjur í sínum vörslum, þrátt fyrir taprekstur árin 2019 og 2020. Mandí hefur átt ævintýralegu gengi að fagna frá því þau komu Shawarma og fleiru góðgæti á kortið á Íslandi. Hlal eigandi neitar því ár eftir ár að greiða sér út arð og útlit er fyrir að hann hreinlega noti ekki peninga. Það er þó óhætt að fullyrða það að hann hafi komist vel upp á lagið með veitingasölu til þessa en stóra spurningin er þó sú hvort Mandí stefni á First North markað sem fasteignafélag í náinni framtíð? Þetta og meira til í Pyngju dagsins! 

Hreyfill - 18:23
Mandí - 36:30