Listen

Description

Sendu okkur skilaboð!

Já kæru hlustendur, þið lásuð rétt. Við erum að byrja árið á sprengju. Það að reka flugfélag er ekkert grín en það er heldur ekkert grín að rýna í ársreikning flugfélags og við fengum svo sannarlega að finna fyrir því. Rekstur flugfélagsins PLAY hefur verið mikið á milli tannana á fólki undanfarið og hefur hver dómstdagsspáin á fætur annari gengið manna á milli. Við ákváðum að rýna í stöðuna hjá þeim og miðla henni en sömuleiðis er þátturinn stútfullur af fróðleiksmolum um flugbransann. Gleðilegt árið, kæru hlustendur!