Listen

Description

Hún er ein af stóru nöfnunum í vestrænni ljósmyndasögu og brautryðjandi í faginu. Hún myndaði gjarnan furðulegt fólk sem hún fann í afkimum samfélagsins eins og sirkusfólk, dverga, risa, tvíbura, þríbura, fólk á nektarnýlendum eða úr transveröldinni  svo fátt eitt sé nefnt. 
Þetta er engin önnur en hin ameríska Diane Arbus. Hún er heimsþekkt og verk hennar margbirt og margumtöluð og skilgreind frá ólíkum sjónarhornum.