Hún elst upp í Akron í Ohio en flytur rétt rúmlega tvítug til Bretlands og hefur búið þar allar götur síðan.
Hún lendir í suðupotti pönksins, giftist næstum því Johnny Rotten og stofnar svo hljómsveitina Pretenders 1978 og verður heimsfræg nánast á einni nóttu þegar lagið Brass in pocket slær í gegn. Og öllum þessum árum seinna er hún enn sami töffarinn, enn að búa til tónlist, mála olíumálverk og vera amma þegar hún nennir