Kannabis getur bætt lífsgæði sjúklinga
„Ég sá mikla möguleika og ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu. Foreldrarnir sem ég ræddi við sögðu allir það sama, þ.e. að læknar þurfi að læra um þetta og fræða okkur hin,“ segir slóvenski hjúkrunarfræðingurinn Jasna Kovac um jákvæð áhrif af notkun kannabis í meðferð gegn flogaveiki barna. Kovac er stofnandi og forseti Medca, samtaka heilbrigðisstarfsfólks í Slóveníu sem starfar á sviði kannabismeðferða.
Kovac er frumkvöðull þegar kemur að innleiðingu kannabislyfja í heilbrigðiskerfi Slóveníu. Í nýjasta þætti Hampkastsins, umræðuþætti Hampfélagsins, gefur Kovac hlustendum innsýn inn í líf sitt og baráttu fyrir kannabismeðferðum í lækningaskyni.