Listen

Description

„Ég hef áhuga á því að hjálpa Íslandi að finna út hvaða reglugerðaumgjörð virkar best og ég held að Íslandi eigi að gera þetta,“ segir Magnús Þórsson, prófessor við háskólann Johnson & Wales í Rhode Island-ríki í Bandaríkjunum, í viðtali við Hampkastið, umræðuþátt Hampfélagins, en hann kennir frumkvöðlastarf í kannabisgeiranum, nám sem er einstakt á heimsvísu. Magnús segir að stjórnvöld ættu að ráðast í lögleiðingu á kannabis enda muni það stuðla að sjálfbærum atvinnurekstri, nýsköpun og ótal tækifærum fyrir Íslendinga, til að mynda í gegnum skattheimtu af greininni.