Listen

Description

Olían breytti dúkku í barn 

„Dóttir mín var falleg og dásamleg þegar hún fæddist en hún var örlítið öðruvísi en önnur börn. Hún horfði ekki í augu okkar og grét meira en venjulegt þykir. Þegar hún var aðeins fjörutíu daga gömul fékk hún fyrsta flogakastið. Allur líkami hennar hristist og við foreldrarnir urðum dauðskelkuð,“ segir Norberto Fischer í viðtali við Hampkastið, umræðuþátt Hampfélagsins, en hann hélt erindi um dóttur sína Anny á  alþjóðlegri ráðstefnu sem félagið stóð fyrir fyrr í mánuðinum. Anny var fjögurra ára þegar hún var greind með sjaldgæfan og alvarlegan flogaveikissjúkdóm. Hún lærði að tala og ganga áður en sjúkdómurinn náði yfirhöndinni. „Flogaköstin urðu verri og hún breyttist hreinlega í dúkku sem ekki gat hreyft sig, talað eða borðað. Raunveruleikinn varð að okkar verstu martröð.“