Listen

Description

Git Skoglund: Íslendingar klæddust hampfötum á miðöldum

Vefnaðarleifar sem varðveittar eru á Þjóðminjasafni Íslands og hafa til þessa dags taldar vera úr hör reyndust vera úr hampi. Þykir þessi uppgötvun renna stoðum undir þá tilgátu að auk hör hafi hampur verið ræktaður hér á landi allt frá landnámi og fram á 19. öld. Þetta kemur fram í nýjum þætti HAMPKASTSINS, umræðuþætti Hampfélagsins, þar sem rætt er við sænsku fræðikonuna Git Skoglund sem gerði umrædda uppgötvun. Git hefur þrívegis komið til landsins vegna fræðistarfa sinna og í sumar tók hún jarðvegssýni sem rannsökuð verða í háskólanum í Helsinki í Finnlandi.