Listen

Description

Robert C. Clark: Íslendingar þurfa eigið afbrigði af kannabis

Í sannleika sagt þá er þetta ekki réttur staður á jarðkringlunni. Þið eruð of nálægt pólnum, segir bandaríski rithöfundurinn og fræðimaðurinn Robert C. Clark í nýjasta þætti HAMPKASTSINS, umræðuþætti Hampfélagsins, um ræktun kannabisplöntunnar á Íslandi. Robert hefur rannsakað kannabis frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar og fylgt eftir gríðarlegum breytingum á landslaginu þegar kemur að kannabis í Bandaríkjunum en einnig í Evrópu þar sem hann var búsettur lengi í Amsterdam.

 

Robert er borin og barnfæddur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og útskrifaðist frá Háskólanum í Santa Cruz í sama ríki. Áhugi hans á kannabisplöntunni kviknaði í háskólanáminu og leiddi hann út í fræðistörf sem enn sér ekki fyrir endann á. Eftir námið flutti hann til Amsterdam þar sem hann fór til starfa hjá Hortopharm B.V. en það er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki og það fyrsta sem fékk leyfi frá hollenskum stjórnvöldum til rannsókna á kannabis. Hann segist enn sífellt fá meiri og breiðari áhuga á plöntunni og nú síðast á sambandi kannabisplöntunnar og mannsins í gegnum aldirnar. Þetta er planta sem ég sá að var mikilvæg og því meira sem ég rannsaka hana því meira sé ég hversu mikilvæg hún er. [...] Það er ekki til önnur planta til í heiminum sem hefur haft jafn mikil áhrif á mannkynið.

Gunnar Dan Wiium, stjórnarmaður í Hampfélaginu, tók viðtalið við Robert, Mickael Omar Lakhlifi sá um tæknimál og Andri Karel sá um fréttaskrif.