Fólkið í HR er þáttasyrpa þar sem við spjöllum við starfsfólk Háskólans í Reykjavík, skyggnumst bak við tjöldin, kynnumst fagi þess, hinni hliðinni á viðkomandi og fáum að heyra skemmtilegar sögur tengdar lífi og starfi. Í þessum þætti er talað við Paolu Cardenas sem nú í sumar lauk doktorsprófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Doktorsritgerð hennar ber heitið "Börn og ungir hælisleitendur á Íslandi. Fólksflutningar, sálfræðilegir þættir og geðheilsa".
Paola vissi frá unga aldri að hana langaði að verða sálfræðingur en ákvað síðar meir að helga sig sálfræðistarfi fyrir börn. Hún hefur meðal annars starfað í Barnahúsi og á barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) auk þess að gefa út sjálfshjálparbækur fyrir börn. Hún er í dag stundakennari við sálfræðideild HR og formaður innflytjendaráðs. Það er María Ólafsdóttir hjá samskiptateymi HR sem ræðir við Paolu.
ALÞJÓÐLEGUR VINNUSTAÐUR
Akademískar deildir HR eru sjö og skiptast í iðn- og tæknifræði, íþróttafræði, lögfræði, sálfræði, verkfræði, viðskiptafræði og tölvunarfræði. Kennsla og rannsóknir við HR mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Háskólinn er alþjóðlegur vinnustaður vísindafólks á heimsmælikvarða. Nemendur eru um 4.000 og fast starfsfólk HR er um 300 talsins. Að auki starfa um 300 stundakennarar við háskólann.
UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is). Framleiðandi hlaðvarpsins er Vilhjálmur Siggeirsson.