Í tilefni af 25 ára afmæli Háskólans í Reykjavík ræðir Hannes Högni Vilhjálmsson, prófessor í tölvunarfræði við HR, við Dr. Elizabeth Churchill, yfirstjórnanda notendaupplifunar hjá Google.
Churchill, sem er með bakgrunn í sálfræði, lauk doktorsgráðu í hugrænum vísindum frá Cambridge-háskóla árið 1993. Hún hefur síðustu áratugi rannsakað samskipti manns og tölvu og byggt upp notendaupplifunarteymi og rannsóknarhópa hjá fyrirtækjum á borð við Google, eBay, Yahoo, PARC og FujiXerox.
Athugið að spjall Hannesar og Elizabeth er á ensku.
Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík er sú stærsta sinnar tegundar hér á landi. Kennarar eru í fararbroddi á sínu fræðasviði og nemendur taka þátt í öflugu rannsóknar- og nýsköpunarstarfi í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir og fyrirtæki. Námsbrautir í grunn- og meistaranámi við tölvunarfræðideild HR hafa hlotið evrópsku gæðavottunina EQANIE eða European Quality Assurance Network for Informatics Education, til fimm ára.
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is). Framleiðendur hlaðvarpsins eru þeir Skúli Andrésson og Vilhjálmur Siggeirsson.
///
Hannes Högni Vilhjálmsson, professor at the department of computer science at Reykjavík University, speaks to Dr. Elizabeth Churchill, Senior Director of User Experience at Google. RU celebrates its 25th anniversary this year and Churchill gave the 25th anniversary lecture on behalf of the department of computer science.
Churchill, who has a background in psychology, earned her PhD in cognitive science from Cambridge University in 1993. She has spent decades researching human-computer interactions and has built user experience and research teams at Google, eBay, Yahoo, PARC and FujiXerox.