Ian Jeffreys er nýr prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Ian er þekktur á heimsvísu í sínu fagi en hann hefur hlotið viðurkenningar fyrir störf sín sem þjálfari, kennari og höfundur.
Ian er fyrrum atvinnumaður í rúgbí og alþjóðlegur þjálfari en hann er meðal fremstu vísindamann á heimsvísu er kemur að hraða og snerpu þjálfun í hópíþróttum en svokallað Gamespeed kerfi og RAMP upphitunarkerfi? sem hann hannaði hefur orðið til þess að auka gæði æfinga meðal íþróttafólks til muna.
Ian er prófessor Emiritus í styrk og þrekþjálfun? og hefur verið gesta prófesor við fjölda alþjóðlegra háskóla ásamt því að halda námskeið á vegum fyrirtækis síns All-Pro Performance. Árið 2021 hlaut hann viðurkenningu fyrir störf sín frá Strength and Conditioning Society. Jeffreys hefur skrifað og komið að útgáfu 11 bóka, yfir 25 bókakafla og yfir 90 ritrýndra greina á sínu fræðasviði.Jeffrey hefur verið meðlimur NSCA –Alþjóðleg samtök þjálfara í styrk- og þrek þjálfun síðan árið 1989 og sat í stjórn á árunum 2016 til 2019 auk þess að vera varaforseti samtakanna á árunum 2018-2019. Frá og með sumrinu 2024 verður hann forseti samtakana. Jeffrey er eftirsóttur gestur á ráðstefnum víða um heim og hefur haldið erindi og námskeið í yfir 20 löndum.
Peter settist niður með Ian og ræddi við hann um starf hans sem fræðimaður og þjálfari.
UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.
UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.
UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is).