Listen

Description

Í þessum þætti fræðumst við um hugmyndir sem Sveinn Þorgeirsson, kennari við íþróttafræðideild HR, er að kynna sér og gætu haft mikil áhrif á hvernig við nálgumst þjálfun hreyfingar í framtíðinni. Þetta eru hugmyndir hreyfivistkerfa og í þættinum eru þær bornar saman við þær hefðbundnu kenningar sem við höfum flest alist upp við og hafa mótað nálgun okkar við þjálfun og kennslu hreyfinga til þessa. Það er Ása Guðný Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri við íþróttafræðideild, sem spjallar við Svein.

Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.

Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.

HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is). Framleiðendur hlaðvarpsins eru þeir Skúli Andrésson og Vilhjálmur Siggeirsson.

________________________________________________________________________________________


Þessi grein er frábær lesning til að kynna sér hugmyndirnar:
https://www.researchgate.net/publication/351061205_Understanding_How_Athletes_Learn_Integrating_Skill_Training_Concepts_Theory_and_Practice_from_an_Ecological_Perspective


Hér er efni á íslensku eftir Svein og meira á leiðinni:
 https://sveinnthorgeirsson.com/2023/03/17/a-auto-pilot-eda-adlogunarhaef-tvo-olik-sjonarhorn-a-thjalfun-hreyfinga/

https://sveinnthorgeirsson.com/2023/04/11/einstaklingsmidud-hopthjalfun-morg-verkefni-eda-margar-lausnir/

https://sveinnthorgeirsson.com/2023/04/24/eru-10-000-endurtekningar-thversogn-i-thjalfun-hreyfinga/


Hér er frábær þáttur á góðri rás á youtube eftir dr. Rob Gray sem tekur saman þessar helstu pælingar:
https://www.youtube.com/watch?v=cCsezh7ijzs&t=450s&ab_channel=RobGray


Hérna er verkefnið Handbolti á heimavelli eftir Svein Þorgeirsson og Kristján Halldórsson sem vísað er til í þættinum:
https://handboltiaheimavelli.com/