Listen

Description

Gestir íþróttarabbsins að þessu sinni eru prófessoranir Daniel Gould og Robert Weinberg.  Weinberg og Gould eru vel þekktir fyrir störf sín á sviði íþróttasálfræði og líklega er á engan hallað þegar haldið er fram að þeir félagar séu með virtustu íþróttasálfræðingum allra tíma. Báðir hafa þeir verið tilnefndir á topp 10 lista yfir áhrifamestu íþróttasálfræðinga Bandaríkjana.  Þeir hafa þeir birt ótal fræðigreinar á sviði íþróttasálfræði og skrifað fjölmargar bækur. Weinberg og Gould eru líklega hvað þekkastir fyrir að vera höfundar af kennslubókinni Foundation of Sport and Exercise Psychology sem er langmest notaða kennslubók á sviði íþróttasálfræði. Báðir hafa þeir yfirgripsmikla reynslu af því að vinna með íþróttamönnum, þjálfurum og íþróttasamböndum.  Í þættinum er farið vítt og breytt yfir feril þeirra og þeir miðla af reynslu sinni.  Meðal annars er rabbað um hvað sálfæðilegu hæfni þeir sem ætla sér langt í íþróttum þurfa að tileinka sér,  hvaða sálfræðilega hæfni dómarar þurfa að hafa, hvað skiptir máli þegar starfað er með íþróttafólki og hvernig íþróttasálfræði getur komið að gangi í atvinnulífinu og lífinu sjálfu.. Það er Peter O´Donoghue prófessor við íþróttafræðideild sem rabbar við Weinberg og Gould.

Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.

Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.

HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is). Framleiðendur hlaðvarpsins eru þeir Skúli Andrésson og Vilhjálmur Siggeirsson.