Listen

Description

Anna Sigríður Íslind er fyrsti farþeginn í Vísindavagni HR hlaðvarpsins. Anna Sigríður er dósent við tölvunarfræðideild HR. Hún sogaðist inn í heim vísindanna nánast alveg óvart og var komin alla leið til Kína að splitta vetni fyrir tvítugt. Allt um það og meira til í þessu góða spjalli. 

Í Vísindavagni HR hlaðvarpsins kynnumst við vísindafólki HR, forvitnumst um það hvaðan það kemur og hvert það er fara. Umsjón með Vísindavagninum hefur Katrín Bessadóttir.

HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptasvið HR sem er umsjónaraðili hlaðvarpsins (samskipti@hr.is). 
Framleiðendur eru þeir Skúli Andrésson og Vilhjálmur Siggeirsson.