Listen

Description

Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen stökk á Vísindavagninn að þessu sinni. Hún lauk nýverið doktorsprófi við sálfræðideild HR. Hún, ásamt fleiri vísindakonum, gerði viðamikla rannsókn á afleiðingum heilahristings í doktorsverkefninu sínu. Við ræddum aðallega heilahristing en komum einnig inn á öskudag í Grímsey og Vogunum og að sjálfsögðu Opna háskólann þar sem Ingunn hefur forstöðu.

Í Vísindavagni HR hlaðvarpsins kynnumst við vísindafólki HR, forvitnumst um það hvaðan það kemur og hvert það er fara. Umsjón með Vísindavagninum hefur Katrín Bessadóttir.

HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptasvið HR sem er umsjónaraðili hlaðvarpsins (samskipti@hr.is). Framleiðendur eru þeir Skúli Andrésson og Vilhjálmur Siggeirsson.