Listen

Description

Í þættinum ræðir Haukur Ingi Jónasson við Dr. Jón Guðnason dósent við verkfræðideild Háskólann í Reykjavík. Jón leggur stund á rannsóknir í talmerkjafræði og máltækni og það aðallega að því að þróa aðferðir við að greina heilbrigði og hugrænt álag í rödd. Jón hefur látið að sér kveða þróun máltækni fyrir íslensku og hefur skýrt þróun íslensks talgreinis sem hægt er að nota til að breyta íslensku talmáli í ritmál.

Jón lauk MSc-gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og doktorsnámi í talmerkjafræði frá Imperial Collage í London árið 2007.  Hann hefur einnig verið gestafræðimaður við Columbia-háskóla í New York.

UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is). Framleiðandi hlaðvarpsins er Vilhjálmur Siggeirsson.