Í Verkfræðivarpinu að þessu sinni ræða Þórður Víkingur og Haukur Ingi við Jón Ásgeirsson verkfræðing. Jón er framkvæmdastjóri hjá HS Orku og Auðlindagarðsins á Reykjanesi. Í mjög áhugaverðu spjalli rekur Jón sögu Auðlindagarðsins sem spannar 40 ár þegar allt er með talið. Auðlindagarðurinn nýtir jarðvarma til margvíslegrar nýsköpunar sem að stórum hluta byggir á sjálfbærni og endurnýjanlegri orku. Auðlindagarðurinn raðar saman fyrirtækjum sem geta stutt hvert annað í einskonar risavöxnu grænu deilihagkerfi. Nú starfa 12 áhugaverð fyrirtæki innan garðsins sem veitir um 2000 manns atvinnu en ævintýrið er rétt að byrja. HS Orka og Jón Ásgeirsson eru að fást við verkefni sem eru frábær fyrirmynd til framtíðar.
UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.
UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is). Framleiðandi hlaðvarpsins er Vilhjálmur Siggeirsson.