Í verkfræðivarpinu að þessu sinni er fjallað um þrívíddarprentun málma. Viðmælandinn er Dagur Ingi Ólafsson vélaverkfræðingur sem starfar hjá Tæknisetri. Haustið 2022 kom til landsins tæki sem getur prentað hluti úr málmum, til dæmis áli eða ryðfríu stál. Dagur Ingi stýrir þessu verkefni og hann útskýrir hvernig hægt er að prenta málmhluti, hvers vegna þetta tæki var keypt til landsins og hvaða möguleika það opnar – til dæmis í tengslum við nýsköpun og vöruþróun. Einnig segir Dagur Ingi frá því af hverju hann ákvað að fara til Finnlands í framhaldsnám og vinna meistaraverkefni í vélaverkfræði við virtan háskóla þar í landi.
UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.
UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is). Framleiðandi hlaðvarpsins er Vilhjálmur Siggeirsson.