Listen

Description

IMaR 2024 ráðstefnan – “Projectification in the VUCA world”

Í Verkfræðivarpinu fóru Þórður Víkingur og Helgi Þór yfir efni IMaR 2024 ráðstefnunnar sem haldin er 18-19. apríl næstkomandi í tengslum við Dag Verkfæðinnar á Hotel Hilton Nordica.  Aðalfyrirlesarar á IMaR 2024 eru heimsþekktir að þessu sinni, þ.e. þeir Dan Gardner og Gilbert Silvius. Dan Gardner er höfundur metsölubókarinnar “How Big Things Get Done” sem var tilnefnd sem “Business Book of the Year” bæði hjá Financial Times og The Economist auk þess að vera “Business Book of the Year” hjá CEO magazine. Bók Dan Gardners og Bent Flyvbjerg “How Big Things Get Done” ætti að vera skyldulesning fyrir þau sem taka ákvarðanir um stór fjárfestingarverkefni. Hinn aðalfyrirlesarinn er Dr. Gilbert Silvius sem er einn þekktasti frumkvöðull Evrópu á sviði sjálfbærrar verkefnastjórnunar. Verk og hugmyndir Dr. Silvius hafa aldrei skipt meira máli en einmitt nú. 

Þess utan flytja fleiri en 20 innlendir og erlendir fræðimenn, frumkvöðlar og sérfræðingar fyrirlestra. Má þar nefna Sjólaugu Árnadóttur, Andreas Wald, Per Svejvik, Hjálmar Gíslason, Ellu Stengler, Markus Heider, Hlyn Stefánsson, Eyjólf Inga Ásgeirsson, Hauk Inga Jónasson, Pál Einarsson svo einhverjir séu nefndir.

UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is).