Í Verkfræðivarpinu að þessu sinni tekur Þórður Víkingur tali ungan verkfræðing, Sveinbjörn Jónsson. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sveinbjörn aflað sér mikillar reynslu sem verkefnastjóri víða um lönd og starfað að fjölbreyttum verkefnum. Það er einkar áhugavert að heyra Sveinbjörn segja frá þeim miklu fjárfestingaverkefnum sem ISAVIA tekst á hendur þessi árin á Keflavíkurflugvelli og því stjórnskipulagi sem hann hefur tekið þátt í að móta. Ekki síst er samspil ISAVIA og erlenda ráðgjafafyrirtækisins MACE athygli vert. Í samtalinu er farið um víðan völl og Sveinbjörn er einkar áhugaverður viðmælandi.
UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.
UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is).