Listen

Description

Verkfræðivarpið er sjálfstæð þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Verkfræðivarpið er hugarfóstur Hauks Inga Jónassonar, Helga Þórs Ingasonar og Þórðar Víkings Friðgeirssonar, en þeir  eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari hlaðvarpsþáttaröð leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli. 

Í fyrsta þætti fara þeir m.a. yfir stöðu verkfræðinnar í samfélaginu, fjalla um 110 ára afmæli Verkfræðingafélags Íslands, sem fagnað er um þessar mundir, og ekki síst ráðstefnuna Innovation, Megaprojects and Risk (IMaR). IMaR er haldin í tengslum við Dag verkfræðinnar dagana 20-21 október næstkomandi á Hotel Hilton Nordica.

HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptasvið HR sem er umsjónaraðili hlaðvarpsins (samskipti@hr.is). Framleiðendur eru þeir Skúli Andrésson og Vilhjálmur Siggeirsson.

HR HLAÐVARPIÐ Á SPOTIFY
https://open.spotify.com/show/6SLKh2rh3ebrBpopkUR8RS?si=1c3a948a7ea14ab5

HR HLAÐVARPIÐ Á APPLE PODCAST
https://podcasts.apple.com/us/podcast/hr-hla%C3%B0varpi%C3%B0/id1650587397

HR HLAÐVARPIÐ Á YOUTUBE
https://youtu.be/bw4OSMuaVD0