Verkfræðivarpið er sjálfstæð þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Verkfræðivarpið er hugarfóstur Hauks Inga Jónassonar, Helga Þórs Ingasonar og Þórðar Víkings Friðgeirssonar, en þeir eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari hlaðvarpsþáttaröð leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.
Í fyrsta þætti fara þeir m.a. yfir stöðu verkfræðinnar í samfélaginu, fjalla um 110 ára afmæli Verkfræðingafélags Íslands, sem fagnað er um þessar mundir, og ekki síst ráðstefnuna Innovation, Megaprojects and Risk (IMaR). IMaR er haldin í tengslum við Dag verkfræðinnar dagana 20-21 október næstkomandi á Hotel Hilton Nordica.
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptasvið HR sem er umsjónaraðili hlaðvarpsins (samskipti@hr.is). Framleiðendur eru þeir Skúli Andrésson og Vilhjálmur Siggeirsson.
HR HLAÐVARPIÐ Á SPOTIFY
https://open.spotify.com/show/6SLKh2rh3ebrBpopkUR8RS?si=1c3a948a7ea14ab5
HR HLAÐVARPIÐ Á APPLE PODCAST
https://podcasts.apple.com/us/podcast/hr-hla%C3%B0varpi%C3%B0/id1650587397
HR HLAÐVARPIÐ Á YOUTUBE
https://youtu.be/bw4OSMuaVD0