Listen

Description

Rafbílavæðing Íslendinga er lyginni líkust en samkvæmt tölum um heildarinnflutning bíla árið 2021 er næstum annar hver nýr bíll það sem kallast nýorkubíll. Ísland, ásamt Noregi, er á þessu sviði í algjörum sérflokki á heimsvísu. Í Verkfræðivarpinu að þessu sinni verður upphaf þessarar byltingar á Íslandi skoðað með því að rifja upp skemmtilegtog áhugavert  frumkvöðlaverkefni frá 2009 þar sem Helgi Þór kemur við sögu ásamt Einar Sigurðarsyni bifvélavirkjameistara. Saga rafbílsins verður sögð og framtíð hans metin. 

Verkfræðivarpið er sjálfstæð þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Verkfræðivarpið er hugarfóstur Hauks Inga Jónassonar, Helga Þórs Ingasonar og Þórðar Víkings Friðgeirssonar, en þeir  eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari hlaðvarpsþáttaröð leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli. 

HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptasvið HR sem er umsjónaraðili hlaðvarpsins (samskipti@hr.is). Framleiðendur eru þeir Skúli Andrésson og Vilhjálmur Siggeirsson.