Listen

Description

Í fimmta þætti Verkfræðivarpsins ræðir Haukur Ingi Jónasson við Ernu Sif Arnardóttur, dósent við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, um  svefnrannsóknir sem hún stundar með samstarfsfólki sínu. Í samtalinu er meðal annars rætt um rannsóknarsetur í svefnrannsóknum, stóran Evróupustyrk, eðli svefns, svefntruflanir, drauma, og um hlutverk og möguleika verkfræðinnar á þessu sviði. 

Verkfræðivarpið er hugarfóstur Hauks Inga, Helga Þórs Ingasonar og Þórðar Víkings Friðgeirssonar sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari hlaðvarpsþáttaröð leitast þeir við að færa hið stórkostlega þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptasvið HR sem er umsjónaraðili hlaðvarpsins (samskipti@hr.is). Framleiðendur eru þeir Skúli Andrésson og Vilhjálmur Siggeirsson.