Listen

Description

Í sjötta þætti Verkfræðivarpsins ræddu þeir Haukur Ingi og Helgi Þór við Svönu Helen Björnsdóttur formann verkfræðingafélags Íslands og doktorsnema við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Í samtalinu er komið víða við og m.a. rætt um konur og verkfræði, möguleika verkfræðilegarar aðferðar, skuggahliðar verkfræðinnar og um hugsjónir Svönu hvað verkfræðina varðar.

Verkfræðivarpið er hugarfóstur Hauks Inga, Helga Þórs Ingasonar og Þórðar Víkings Friðgeirssonar sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari hlaðvarpsþáttaröð leitast þeir við að færa hið stórkostlega þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptasvið HR sem er umsjónaraðili hlaðvarpsins (samskipti@hr.is). Framleiðendur eru þeir Skúli Andrésson og Vilhjálmur Siggeirsson.