Listen

Description

Er heimurinn að verða VUCA?  Afhverju er áhættustjórnun að verða ein mikilvægasta greinin innan hugmyndafræði stjórnunar? VUCA er skammstöfun sem lýsir heimi sem er hverfull (volatile), óviss (uncertain), flókinn (complex) og margræður (ambiguous). Margt bendir til að heimurinn okkar verði meira “VUCA” með hverju árinu. Loftslagsbreytingar, óvissa í stjórnmálum, alþjóðavæðing viðskipta og fyrirsjáanleg tæknibylting eru örfá dæmi um þróun sem ýtir undir óvissu og áhættu. Mat á áhættu er þannig hugsanlega mikilvægasta einstaka skrefið við ákvörðunartöku.

Í þessum þætti Verkfræðivarpsins verður farið yfir VUCA-heiminn og þær áskoranir sem honum fylgja. Þá verður rætt um mikilvægi áhættustjórnunar en jafnframt bent á að hefðbundar aðferðir eru ekki gallalausar. Hinn frægi Nassim Taleb hefur til dæmis bent á að viðteknar aðferðir fanga ekki þá áhættuþætti sem mestu máli skipta. Þá kallar Taleb “Black Swans” eða svarta svani. Í þættinum verður ennfremur fjallað um “VUCA meter” sem er aðferðafræði sem fræðimenn við verkfræðideild HR þróuðu gagngert til þess að einangra svarta svani við áhættumat. VUCA meter hefur verið notaður með góðum árangri á nokkur stór íslensk verkefni.


UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is). Framleiðendur hlaðvarpsins eru þeir Skúli Andrésson og Vilhjálmur Siggeirsson.