Listen

Description

Viðskiptavarpið er hlaðvarp viðskiptadeildar við Háskólann í Reykjavík. Í þessum þætti er rætt  við Daníel Thors, þúsundþjalasmið og frumkvöðul sem lauk meistaranámi í stjórnun nýsköpunar frá Viðskiptadeild HR. Hann starfar í dag fyrir hugbúnaðarfyrirtækið CDA og á einnig og rekur Sjóvinnu, ráðgjafafyrirtæki í sjávarútvegi. Daníel útskrifaðist árið 2021 með meistargráðu í stjórnun nýsköpunar (MINN). Hann lætur vel að náminu og segist þar hafa fundið sína hillu.

 Meistaranám við viðskiptadeild HR er byggt á alþjóðlegum kröfum og þróað í samráði við framsækin íslensk fyrirtæki. Meistaranám í stjórnun nýsköpunar býr nemendur undir að stýra nýsköpunarferlum og frumkvöðlastarfsemi í margvíslegum skipulagsheildum, hvort sem það er í nýjum fyrirtækjum, frumkvöðlafyrirtækjum, stofnunum eða samtökum.

Í Viðskiptavarpinu er jöfnum höndum annars vegar spjallað við núverandi og fyrrverandi nemendur og hins vegar við kennara, gestafyrirlesara, fræðifólk og aðra góða gesti.

HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptasvið HR sem er umsjónaraðili hlaðvarpsins (samskipti@ru.is). Framleiðendur HR hlaðvarpsins eru þeir Skúli Andrésson og Vilhjálmur Siggeirsson.