Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi) er gáfnaljós þáttarins. Flestir hafa heyrt talað um hlutverka- eða spunaleikinn Dungeons & Dragons (D&D) en þeir sem hafa aldrei spilað leikinn eru að öllum líkindum með ranghugmyndir um hvernig hann fer fram. Ég var að minnsta kosti í myrkrinu með það, en til þess er leikurinn gerður!
Bibbi er ötull áhugamaður leiksins og spilar vikulega í góðra vina hópi. Í þessu stórgóða spjalli okkar fer yfir Bibbi helstu leikreglur og útskýrir hvernig ímyndunaraflið og tilfinningar spila lykil hlutverk í æfintýraheimi D&D.
Þessi þáttur sló frekar hressilega á ákveðna fordóma í mér. Fyrir tökur bjóst ég ekki við að fá áhuga á að spila sjálfur, en núna langar mig helst að búa til karakter og taka þátt í D&D ævintýri!
Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á Facebook
Stef: When I'm Small með Phantogram
Umsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson