Flosi Þorgeirsson er gáfnaljós þáttarins.
Allir þekkja einhvern sem glímir við þunglyndi. Sjálfur hef ég mjög yfirborðskenndan skilning á þessum geðsjúkdómi og finn fyrir miklum vanmætti þegar nákominn einstaklingur er í þunglyndislægð, því ég hreinlega veit ekki hvernig maður getur orðið þessu fólki að liði.
Flosi er einstaklega laginn við að setja hluti í samhengi, en í þessu spjalli tókst honum að veita mér nýjan skilning á því hvað það þýðir að vera þunglyndur, hversu alvarlegt og hættulegt það getur verið og hafði mótandi áhrif á hvernig ég mun eiga samskipti við þunglyndispésana mína í framtíðinni.
Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á Facebook
Stef: When I'm Small með Phantogram
Umsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson