Sería tvö af Myndugleikanum er komin í loftið eftir óteljandi fyrirspurnir og vangaveltur hlustenda um hvað sé næst! Við erum mættar aftur tvíefldar eftir sumarfrí…þakklátari fyrir rútínu haustsins en nokkru sinni fyrr 👏
Í þessum þætti förum við yfir:
-Hvað er næst hjá Myndugleikanum
-Sjálfsmildi og f@^% fullkomnunaráráttuna
-Kaflaskil og kaflalok, hversu einmannaleg og stórkostleg þau geta verið!
-Hvað það þýðir að velja sjálfa sig
-Tattoo-mission?
…og margt margt fleira!