Þann 1. ágúst næstkomandi eru liðin 50 ár frá því að Hörður Torfason birtist í Samúel og opinberaði samkynhneigð sína fyrir alþjóð. Í þættinum fáum við að vita um aðdraganda þessa merka viðtals sem er einn af hornsteinum íslenskrar hinsegin sögu og við heyrum líka hvaða toll það tók af Herði og frama hans sem þjóðfrægur leikari og söngvaskáld. Auðvitað forvitnast ég aðeins um æsku hans í miðbænum, hvernig strákaævintýrin fóru fram í hans ungdómi og hvernig hann mætti fordómum og leiðindum með húmor og galsa. Svo rifjum við upp þegar við hittumst í heita pottinum í Tálknafjarðarlaug fyrir um 30 árum síðan sem var mikilvægur fundur fyrir mig sem feiminn skápahomma. Hörður er sannarlega þjóðargersemi og það var heiður að fá hann í mikilvægt og magnað samtal um einstaka ævi.
Ævisaga Harðar kemur út í haust og ég get ekki beðið eftir að lesa hana.
-----
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennsku
Áskrift að Mennsku: www.bjarnisnae.com/styrkja
Hægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir