Listen

Description

Við höldum áfram að tala um streitu, en núna skoðum við hvernig taugakerfið tengist streitu.  Í þættinum setur Lydía aftur á sig sálfræðingshattinn og fræðir Gullu og hlustendur um taugakerfið. Gulla segist ekkert vita um taugakerfið, en Lydía fæst við taugakerfi fólks í vinnunni alla daga.

Hvað er þetta taugakerfi? Hvernig virkar það? Hvað þýðir að vera strekktur á taugum? Hvernig hefur streita og áföll áhrif á taugakerfið? Gulla ásamt hlustendum fá svör við öllum þessum spurningum í þættinum. Góða skemmtun!


Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?

Í alvöru talað! á Instagram

Lydía (Gott jafnvægi) á Instagram

Gulla á Instagram

Stef þáttarins gerði Ingi Björn Ingason.