Listen

Description

Sigtryggur Baldursson hefur lifað tónlistarlífi sem fæstir geta státað af. Hann var einn af stofnmeðlimum Sykurmolana, sveit sem setti Ísland á heimskortið þegar hún hitaði meðal annars upp fyrir U2 á sínum tíma. Í dag sinnir hann starfi hjá Tónlistarmiðstöðinni, leiðir verkefni sem styðja íslenska tónlist um allan heim og segir tónlistarbransann bæði fallegan og óútreiknanlegan.

Halli Þorleifsson gekk með Sigtryggi í nýjasta þætti hlaðvarpsins Labbitúr, þar sem farið var yfir bæði fortíð og nútíð – frá pönki til styrkja, frá bátablæti til bjartsýni

Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim.