Í Örbylgjuofninum í dag verður farið um víðan völl enda nóg um að vera, farið verður í gegnum norðurlöndin til Ástralíu og Wales, HM og heim en Secret Solstice er gengið í garð og því vert að rýna aðeins í listamennina sem þar koma fram. Carter-hjónin komu öllum á óvart og gáfu út plötu í vikunni, Ariana Grande og Nicki Minaj eru leiða saman hesta sína og Gorillaz er snúinn aftur. Flakkað verður á milli fönk-, jazz-, trap,- og rokkpopps, fortíðarsmellurinn verður á sínum stað og fullt af splunkunýju sjóðandi heitu poppi.