Listen

Description

Um 100 manns söfnuðust saman við ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til þess að mótmæla stríðinu í Palestínu. Þess var krafist að stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á móti 2000 undirskriftum um frjálsa Palestínu. Linda Blöndal fréttamaður var á staðnum og tók nokkra mótmælendur tali.
Í dag fagnar Valur Gunnarsson sagnfræðingur úgáfu bókarinnar Stríðsbjarmar - Úkraína og nágrenni á átakatímum. Stríð breytir öllu og mótar allt. En um hvað snýst stríðið í Úkraínu? Og hvernig er fyrir fólk að lifa við stríð? Valur stundaði nám í Úkraínu og hélt aftur þangað nokkrum mánuðum eftir að stríðið hófst til að leita svara við þessum spurningum og fleirum og hann ætlar að koma til okkar á eftir og segja okkur betur frá.
Teitur Magnússon tónlistarmaður kemur til okkar á föstudegi og tekur lagið í beinni.
Allar konur og kvár eru hvött til að leggja niður störf þriðjudaginn 24.október næstkomandi. Frá 1975 hafa konur lagt niður störf sex sinnum til að mótmæla kynbundnu misrétti og nú á að gera það í sjöunda skiptið og að þessu sinni á að leggja niður störf í heildan dag. Er þess krafist að kynbundu og kynferðislegau ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Skipu­leggj­endur kvenna­verk­fallsins hyggjast birta tossa­lista yfir at­vinnu­rek­endur sem hamla þátt­töku kvenna og kvára í kvenna­verk­fallinu. Við ætlum að ræða við Ingu Auðbjörgu Straumland viðburðastýru kvennaverkfallsins á eftir.
Í ár er þess minnst að 150 ár eru liðin síðan fyrsti stóri hópur vesturfara fór vestur um haf frá Íslandi til Kanada. Af því tilefni verður opnaður nýr og spennandi gagnagrunnur á vegum Árnastofnunar um handrit og bréf íslenskra vesturfara. Verkefnið hefur fengið heitið Í fótspor Árna Magnúsonar í Vesturheimi og fer fram formlegt opnunarþing á morgun í fyrirlestrasal Eddu. Katelin Parson verkefnastjóri hjá Árnastofnun kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá þessu.
En við byrjum á þessu. Ingibjörg Isaksen alþingiskona og þingflokksformaður Framsóknarflokksins hefur ásamt fleiri þingmönnum lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um fæðingar- og fæðingarorlof og hún er á línunni.