Listen

Description

Júlía Margrét Einarsdóttir og Atli Fannar Bjarkason stýra þættinum.

Pabbastrákar er nýtt íslenskt gamanleikrit þar sem nostalgía sígildra sólarlandaferða Íslendinga er sett á svið. Á bak við verkið standa þeir Hákon Örn Helgason, sem er Háið í grínhópnum VHS og Helgi Grímur Hermannsson sem er einn höfunda How to Make Love to a Man. Drengirnir eru að frumsýna verkið í kvöld en gáfu sér tíma til að kíkja til okkar.

Bakslagið í hinsegin baráttunni hefur verið mikið í umræðu síðustu vikur, ekki síst gagnvart trans fólki. Samtökin 78 hafa verið sökuð um að vera með óviðeigandi kynfræðslu í grunnskólum og umræðan hefur einkennst af mikilli heift. Okkur hlýnaði nokkuð um hjartað að lesaá Facebook fallega frásögn frá Tjörva Ólafssyni sem er faðir ellefu ára trans drengs sem heitir Kaiden Ingvar. Hann sagði að það hafi verið visst áfall fyrir sig sem miðaldra pabba að fá fregnirnar en þau hjónin, Tjörvi Ólafsson og Anna Margrét Bjarnadóttir leituðu til Samtakanna 78 og fengu ómetanlega fræðslu og aðstoð. Fjölskyldan er búsett í Bandaríkjunum en þau eru á línunni og eru tilbúin að segja okkur frá sinni reynslu.

Af hverju heitir Draumaprinsinn sem Ragga Gísla söng um stundum Benóný og stundum Benjamín. Héraðsskjalavörður austur á landi hefur ráðið gátuna og þar kemur sjálf Biblían við sögu. Við heyrum í Stefáni Boga Sveinssyni og fáum nánari útskýringar.

Meme vikunnar verður að sjálfsögðu á sínum stað.

Og meira leikhús því á laugardaginn verður frumsýnt þriðja verkið í hinum svokallaða Mayenburg þríleik í Þjóðleikhúsinu nú er það hið virta leikskáld sjálft, Marius von Mayenburg, sem leikstýrir. Verkið nefnist Ekki málið og fer stórleikkonan Ilmur Kristjánsdóttir þar með aðalhlutverk. Hún er mætt til okkar.