September er alþjóðlegur vitundarvakningamánuður um PCOS og á dögunum birti Elísa Ósk Línadóttir varaformaður PCOS samtkaka Íslands grein á Vísi sem hafði yfirskriftina: Ert þú hluti af þessum 70%? Þessi fyrirsögn vakti athygli okkar hér í Síðdegisútvarpinu og ætlum við að taka fyrir PCOS eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni í þættinum og fá til okkar þær Elísu Ósk og Guðrúnu Rútsdóttur formann PCOS samtakanna á eftir til að fræða okkur um þetta heilkenni sem hrjáir 8-13% kvenna.
Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld er mikill dýraunnandi. Síðast þegar við heyrðum í henni var hún að spjalla við altalandi hrafn. En á eftir heyrum við í henni vegna háhyrnings sem strandaði í gær skammt frá brúnni yfir Gilsfjörð á vesturlandi. Rebecca segir okkur nýjustu fréttir af hvalnum.
Hálfdán Örnólfsson fyrrum aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri og nú kennari við skólann birti grein á akureyri.net í gær. Fyrirsögn greinarinnar er eftirfarandi: Sveltur til sameiningar? Í greininni veltir Hálfdán því fyrir sér hvort að Menntaskólinn á Akureyri hafi verið fjársveltur frá því að stytting framhaldsskólanáms niður í þrjú ár tók gildi árið 2018. Skoðar hann í greininni hvernig 7 stærstu bóknámsskólunum hefur vegnað á þessu tímabili og fer yfir þær áskoranir sem skólarnir hafa glímt við og segir hann niðurstöðuna sláandi.
Nýjasta verkið úr smiðju Hafsteins Gunnars Siguðrssonar og Halldórs Laxness Halldórssonar er kvikmyndin Northern Comfort sem nú er til sýningar í kvikymdahúsum landsins. Ekki er langt síðan þeir félagar færðu okkur þættina Aftureldingu sem slóu rækilega í gegn þannig að reikna má með gæðum. Á eftir skilja þeir vinaböndin eftir heima og mætast í spurningakeppni Síðdegisútvarpsins. Þemað er norðrið.
Nú er verið að setja upp nýja íslenska leikgerð bygga á einni þekktustu barnabók heims í Hörpu. Bókin sem um ræðir kom út árið 1942 og hefur alla tíð notið mikilla vinsælda og komið út á yfir 40 tungumálum og selst í milljónum eintaka. Bókin sem um ræðir heitir Palli var einn í heiminum og sá sem ætlar að leika Palla næstu misserin í Hörpu heitir Ólafur Ásgeirsson, hann kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.
En hingað til okkar er kominn vallarþulur íslenska kvennalandsliðsins, Hulda Geirsdóttir en hún er í óðaönn að undirbúa sig fyrir stórleik dagsins þegar að Ísland mætir Wales á Laugardalsvellinum.