Listen

Description

Í dag fór hópur pípulagningameistara til Grindavíkur til að skoða hús með tilliti til skemmda á lögnum og til að lagfæra það sem til þarf og í verður komist . Böðvar Ingi Guðbjartsson er formaður félags pípulagningameistara og við hringjum í hann á eftir.

Á 25 ára afmælisráðstefnu Samtaka ferðaþjónustunnar hélt Tryggvi Freyr Elínarson frá Datera erindi sem hafði yfirskriftina Munu tæknifyrirtæki taka yfir ferðaþjónustubransann en ferðabransinn eins og margir aðrir geirar stendur frammi fyrir gríðarlega hraðri tækniþróun með tilkomu nýrrar gervigreindar. Við ætlum að fá Tryggva Frey til okkar á eftir til að fara yfir þær áskoranir sem ferðaþjónustubransinn stendur frammi fyrir og spyrja hann út í hvað fyrirtækin þurfi að gera til að heltast ekki úr lestinni.

Út er komin bókin Hagfræði daglegs lífs í stuttu máli. Bókin er sú þriðja í ritröð í félagsvísindum sem Háskólaútgáfan gefur út en áður hafa komið út bækurnar Kynþáttafordómar í stuttu máli og Áfangastaðir í stuttu máli. Það er Gylfi Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands sem skrifar Hagfræði daglegs lífs og í bókinni skýrir hann hvernig nota má aðferðir hagfræðinnar til að taka alls konar ákvarðanir um ráðstöfun tíma milli svefns og vöku. Við ætlum að fræðast betur um bókina á efitr þegar að Gylfi kemur til okkar.

Og eins og alltaf á fimmtudögum þá förum við í MEME vikunnar með Atla Fannari Bjarkasyni.

Við rákum augun í færslu á feisbúkk þar sem að Kristján Berg oft kallaður fiskikóngurinn var að auglýsa eftir Grindvíkingum í vinnu. Við sláum á þráðinn til Kristjáns á eftir.

Forsetahjónin eru í opinberri heimsókn í Reykjavík í dag. Einn viðkomustaðurinn er Skalli í Árbæ og samkvæmt okkar heimildum gæddu forsetahjónin sér á ís hjá henni. Guðlaugu Steingrímsdóttur eða Gullu í Skalla.