Listen

Description

Í ár innritaðist metjöldi karla í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og við Háskóla Íslands en 26 karlar sóttu um námið og innrituðust. Við ætlum að heyra í Gísla Kort Kristóferssyni prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri á eftir en hann hefur leitt vinnu í því að fjölga körlum í hjúkrunarfræði.
Jónas Kristjánsson læknir oft kenndur við Náttúrulækningafélagið og heilsuhælið í Hveragerði var merkilegur maður fyrir margra hluta sakir og nú er komin út bók um lífshlaup hans. Pálmi Jónasson barnabarnabarn Jónasar hefur skirfað söguna ?Að deyja frá betri heimi. Ævisaga Jónasar Kristjánssonar læknis og hann kemur til okkar í þáttinn og segir okkur frá.
Við ætlum líka að heyra af jólasveini sem er kominn til byggða þótt enn sé nóvember en það er Jólaálfurinn Stúfur. Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ kemur til okkar og segir okkur frá jólaálfinum.
Er Borgarlínan lest ? Þetta er spurning sem starfsfólk Verkefnastofu Borgarlínunnar fær reglulega og henni er auðsvarað segir Ásdís Kristinsdóttir forstöðumaður verkefnastofunnar en hún kemur til okkar í Síðdegisútvarpið ásamt Bryndísi Friðriksdóttur svæðisstjóra Höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni og við fáum að vita svarið í þættinum og mörg önnur svor er tengjast Borgarlínunni.
Verið er að undirbúa mótmæli sem fara fram laugardaginn 9.desember næstkomandi á Austurvelli. Þau sem standa að þessum mótmælum eru þau Gunnar Ingi Valgeirsson maðurinn á bakvið Lífið á biðlista og Samtök aðstandenda og fíknisjúkra. Við ætlum að beina sjónum okkar að aðstæðum fíkni sjúkra eftir örstutta stund og fá til okkar Gunnar Inga en ásamt honum koma hingað til okkar Guðlaug Björk Baldursdóttir og Dagbjört Ósk Steindórsdóttir en þær eru báðar mæður sem glímt hafa við kerfið sökum þess að börn þeirra glíma við fíknisjúkdóm.