Anita Da Silva Bjarnadóttir segir okkur frá reynslu sinni af húsnæðiskerfi borgarinnar þar sem hún beið í næstum tólf ár eftir félagslegri íbúð án þess að biðin skilaði árangri. Hún er nýlega komin aftur á þann biðlista og við ræðum óöryggi á leigumarkaði, hátt leiguverð og ferlið að baki þess að sækja um og viðhalda umsókn um félagslegt leiguhúsnæði. Umsækjendur félagslegs leiguhúsnæðis þurfa að fara í gegnum ákveðið matsferli þar sem fjárhags- og félagslegar aðstæður eru metnar til stiga og þrátt fyrir að þörfin sé mikil, eru margir sem bíða til lengdar eftir húsnæði. Í þættinum förum við yfir þá stöðu sem blasir við fólki sem er fast á milli lágra tekna og okurleigu og ræðum það hvort að uppbygging húsnæðis síðustu ára hafi tekið mið af þörfum öryrkja, láglaunafólks og einstæðra foreldra.
Alþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!