Listen

Description

Annar viðmælandi Veltunnar er Þóra Kemp, teymisstjóri nýs Virknihúss á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar  þar sem haldið er utan um öll virkniúrræði borgarinnar með heildstæðri og einstaklingsmiðaðri nálgun.  

Þóra er öflugur félagsráðgjafi - reynslubolti í velferðarþjónustu, hláturmildur fjallagarpur, þriggja barna móðir og gefandi manneskja sem er alltaf til í að læra nýja hluti.  Þó að lögheimilið sé í Garðabæ er Þóra með Reykjavík og velferðarsvið í hjartanu alla daga.

-

Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við  áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðumm lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

 Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson. 

Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.