Listen

Description

Fimmti viðmælandi Veltunnar er Þóroddur Þórarinsson, leiðandi forstöðumaður í málaflokki fatlaðs fólks í Breiðholti.  

Þóroddur er reynslumikill þroskaþjálfi sem hefur komið að þjónustu við fatlað fólk frá öllum mögulegum hliðum á mögnuðum starfsferli sem spannar ríflega fjóra áratugi Hann byrjaði að vinna á Kópavogshæli um tvítugt en sinnir í dag mikilvægu starfi á Þjónustumiðstöð Breiðholts. Þóroddur ólst upp í Villingaholtshreppi, er með sterkar vestfirskar rætur og afskaplega reynslumikill í félagsmálum og réttindabaráttu, m.a. fyrir Þroskaþjálfafélagið, BHM og Samtökin 78. 

-

Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við  áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

 Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson. 

Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.