Listen

Description

Sjötti viðmælandi Veltunnar er Eyjólfur Einar Elíasson, forstöðumaður framleiðslueldhússins á Vitatorgi. Undir hans stjórn verða til að meðaltali 900 máltíðir í hverju einasta hádegi, allt árið um kring. 

Eyjólfur er fjögurra dætra faðir og afi sem kynntist eiginkonunni í grunnskóla. Hafnfirðingur með matreiðslugen í kroppnum enda alinn upp við seiðandi ilm af karrýi. Eyjólfur er líka örlítið ofvirkur vinnuþjarkur sem lærði að bremsa sig af á sínum tíma og uppgötvaði um leið hvað skiptir mestu máli í lífinu. Í dag er hann bóndi í Fljótshlíð með ær á beit og nóg af verkefnum - milli þess sem hann gerir hógværar tilraunir með matseðla í vinnunni ásamt fjölbreyttum og fjörugum hópi starfsfólks.

-

Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við  áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

 Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson. 

Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.