Listen

Description

Níundi viðmælandi Veltunnar er Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. 

Katrín Helga er reynslumikill lögfræðingur sem hóf störf hjá Barnavernd árið 2019.  Hún er fædd og uppalin á Bergstaðastrætinu í hjarta 101 en í dag býr hún með tveimur fjörmiklum sonum í eldgömlu steinhúsi í Vesturbænum. Katrín tók örlitla beygju á starfsferlinum þegar hún byrjaði hjá Barnavernd, en  áður hafði hún meðal annars rekið lögfræðistofu, setið í stjórnum fyrirtækja og stofnunum og upplifað bæði útrás og hrun í fjármálageiranum. Hún elskar að vinna með mögnuðu starfsfólki sem brennur fyrir að gera hlutina vel og faglega - allt til að tryggja velferð barna og styðja þau og fjölskyldur þeirra til betra lífs.

-

Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við  áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

 Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson. 

Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.