Listen

Description

Kóperníka eftir Sölva Björn Sigurðsson er aðalumræðuefni fjórða þáttar Menningarsmygls, en bókin ber undirtitilinn „Skáldsaga um morð, ást og viðurstyggð.“ Hún fjallar um íslenska stúdenta í Kaupmannahöfn árið 1888 og röð morðmála sem einn þeirra, Finnur Kóperníkus, er að rannsaka. Við sögu koma ragettur og kirkjugarðar, nýlegar uppfinningar á borð við grammafóna og myndavélar sem koma fyrir í handtösku, spánskflugur og margt, margt fleira. Þar á meðal Erik Satie, sem á upphafstóna verksins.

Þeir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor og Árni Friðriksson menntaskólakennari og leikskáld eru gestir þáttarins – og fjalla auk Kóperníku um fyrri bækur Sölva, ævisögu Lyndon B. Johnson, bækur Margaret Atwood, Efndir eftir Þórhildi Ólafsdóttur og sitthvað fleira.

Alþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!