"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál.
Í þessum þætti ræðir Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í lungnalækningum, um langvinna lungnateppu. Hvernig á að meðhöndla versnanir? Hvenær á að taka blóðgös? Gunnar fer einnig yfir langtímameðferð langvinnrar lungnateppu og hvaða þættir draga úr framgangi sjúkdómsins. Í lokin eru fylgivkillar langvinnrar lungnateppu og horfur ræddar.
Stjórnendur Dagáls læknanemans eru læknanemarnir Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.
Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.
(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)
SPOTIFY
https://open.spotify.com/show/4Ey5Iwx4LyL42GcvPVSTXI
SIMPLECAST
https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-15